Samsetningarleiðbeiningar fyrir Vélmund

Velkominn á kennsluvefsíðu Ró-Box! Hér munum við saman læra hvernig á að setja saman, tengja og forrita róbotinn okkar.

Opna boxið
1. Klipptu
plastböndinDragbönd, stundum kölluð indjánabönd eða zip-ties eru sjálfherðandi bönd sem notuð eru til þess að festa hluti saman
af botninum og opnaðu boxið
2. Taktu alla hlutina úr boxinu.
3. Losaðu
skrúfurnarSkrúfurnar eru til þess að halda öllum hlutum vélmennisins saman.
á botnplötunni og losaðu alla tréhlutina úr plötunni.
4. Ef þú vilt mála eða lita
grunnplötunaGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
er þetta góður tími til þess.
Setja mótorana á
1. Taktu tvo trékubba og einn
mótor.Mótorarnir eru það sem dekkin festast á. Mótorarnir snúa dekkjunum þegar rafmagn flæðir í gegnum þá. Við mótorinn eru tengdir tveir vírar, einn rauður og einn svartur. Hægt er að tengja mótorinn beint við rafhlöðu til þess að láta hann keyra. Þá er annar vírinn settur á plúsinn og hinn á mínusinn. Til þess að snúa áttinni við er síðan hægt að svissa vírunum.
2. Stingdu trékubbunum upp í gegnum
grunnplötuna.Grunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
3. Settu
mótorinnMótorarnir eru það sem dekkin festast á. Mótorarnir snúa dekkjunum þegar rafmagn flæðir í gegnum þá. Við mótorinn eru tengdir tveir vírar, einn rauður og einn svartur. Hægt er að tengja mótorinn beint við rafhlöðu til þess að láta hann keyra. Þá er annar vírinn settur á plúsinn og hinn á mínusinn. Til þess að snúa áttinni við er síðan hægt að svissa vírunum.
á milli kubbanna. Hann á að passa fullkomlega!
4. Settu langa skrúfu í gegnum neðra gatið á ytri
trékubbnum.Trékubbarnir halda mótorunum á sínum stað.
Hún á að fara í gegnum
mótorinnMótorarnir eru það sem dekkin festast á. Mótorarnir snúa dekkjunum þegar rafmagn flæðir í gegnum þá. Við mótorinn eru tengdir tveir vírar, einn rauður og einn svartur. Hægt er að tengja mótorinn beint við rafhlöðu til þess að láta hann keyra. Þá er annar vírinn settur á plúsinn og hinn á mínusinn. Til þess að snúa áttinni við er síðan hægt að svissa vírunum.
og út um hinn trékubbinn sem er innan á
grunnplötunniGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
.
5. Festu
Rærnar halda skrúfunum svo þær losni ekki.
á endann á skrúfunni.
6. Taktu aðra langa skrúfu og settu í gegnum efra gatið. Festu endann með ró.
7. Notaðu sömu aðferð til að setja hinn
mótorinnMótorarnir eru það sem dekkin festast á. Mótorarnir snúa dekkjunum þegar rafmagn flæðir í gegnum þá. Við mótorinn eru tengdir tveir vírar, einn rauður og einn svartur. Hægt er að tengja mótorinn beint við rafhlöðu til þess að láta hann keyra. Þá er annar vírinn settur á plúsinn og hinn á mínusinn. Til þess að snúa áttinni við er síðan hægt að svissa vírunum.
á. Passaðu að hann snúi rétt!
Setja rafhlöðukassann á
1. Taktu plastið af límbandinu og límdu
rafhlöðukassanRafhlöðukassinn festir rafhlöðuna við vélmennið svo það geti fengið rafmagn til að keyra
á, undir
grunnplötunaGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
.
Setja framhjólið á
1. Taktu framhjólið og
viðarkrossinn.Viðarkrossinn er til þess að halda framhjólinu í réttri hæð.
2. Settu
viðarkrossinnViðarkrossinn er til þess að halda framhjólinu í réttri hæð.
á botninn á
grunnplötunniGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
.
3. Settu hjólið ofan á.
4. Settu fjórar skrúfur í gegnum götin á hjólinu.
5. Haltu vel við hjólið og
viðarkrossinnViðarkrossinn er til þess að halda framhjólinu í réttri hæð.
og snúðu Vélmundi við.
6. Settu rær á allar skrúfurnar.
7. Hertu rærnar vel með því að halda við skrúfurnar með skrúfjárni og snúa rónum með fringrunum eða verkfæri.
Setja mótorastjórnstöð á
1. Settu
mótorstjórnstöðinaMótorastjórnstöðin er það sem stjórnar mótorunum og hvernig þeir snúast. Þessi stjórnstöð getur stýrt tveimur mótorum, annar er tengdur í tvö tengi og hinn er tengdur í hin tvö tengin á móti. Á stjórnstöðinni eru fjögur tengi sem standa upp, en tveir af þeim eru fyrir annann mótorinn og tveir fyrir hinn. Nóg er að gefa rafmagn í einn pinna fyrir hvern mótor, en það mun láta mótorinn snúast í einhverja átt. Til þess að láta mótorana snúa í hina áttina er síðan hægt að gefa rafmagn í hinn pinnann.
á grunnplötuna.
2. Settu eina skrúfu í gegnum gat á
mótorstjórnstöðinniMótorastjórnstöðin er það sem stjórnar mótorunum og hvernig þeir snúast. Þessi stjórnstöð getur stýrt tveimur mótorum, annar er tengdur í tvö tengi og hinn er tengdur í hin tvö tengin á móti. Á stjórnstöðinni eru fjögur tengi sem standa upp, en tveir af þeim eru fyrir annann mótorinn og tveir fyrir hinn. Nóg er að gefa rafmagn í einn pinna fyrir hvern mótor, en það mun láta mótorinn snúast í einhverja átt. Til þess að láta mótorana snúa í hina áttina er síðan hægt að gefa rafmagn í hinn pinnann.
og grunnplötunni.
3. Snúðu grunnplötunni við og settu ró á
skrúfunaSkrúfurnar eru til þess að halda öllum hlutum vélmennisins saman.
.
4. Festu róna með því að halda við
skrúfunaSkrúfurnar eru til þess að halda öllum hlutum vélmennisins saman.
með skrúfjárni og snúa rónni með fingrunum eða verkfæri.
5. Endurtaktu þessi skref fyrir hinar þrjár skrúfurnar.
Setja Arduino á
1. Settu eina skrúfu í gegnum á gat á
Arduino-inuArduino er tölvan sem stýrir vélmenninu. Þetta er sem sagt ,,heilinn’’ hans Vélmundar. Þegar við forritum Arduino erum við að segja ,,heilanum’’ hvað hann á að láta Vélmund gera. Þegar við kveikjum á Vélmundi gerir hann það sem Arduino segir. Arduino er með mörg göt sem standa upp en þau eru notuð til þess að tengja það við ýmsa íhluti.
og
grunnplötunniGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
.
2. Snúðu
grunnplötunniGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
við og settu ró á
skrúfunaSkrúfurnar eru til þess að halda öllum hlutum vélmennisins saman.
.
3. Endurtaktu þessi skref fyrir hinar þrjár
skrúfurnarSkrúfurnar eru til þess að halda öllum hlutum vélmennisins saman.
.
Setja skynjara á
1. Stingdu
festingunniÞetta er festing sem við notum til þess að festa ultrasonic skynjarann við grunnplötuna okkar.
fyrir
skynjarannÞetta er skynjari sem formlega heitir úthljóðsskynjari, eða ultrasonic sensor á ensku en hann virkar eins og fjarlægðarskynjari. Við notum þennan skynjara til þess að mæla hversu langt er í hlutinn sem er fyrir framan okkur. Hann virkar þannig að hann sendir pínkulitlar hljóðbylgjur frá sér og mælir svo hversu lengi hljóðbylgjurnar eru að skoppa á einhverju og koma til baka. 
í gegnum fremsta gatið á
grunnplötunniGrunnplatan er plata sem við festum alla hlutina
.
2. Settu augun á
skynjaranumÞetta er skynjari sem formlega heitir úthljóðsskynjari, eða ultrasonic sensor á ensku en hann virkar eins og fjarlægðarskynjari. Við notum þennan skynjara til þess að mæla hversu langt er í hlutinn sem er fyrir framan okkur. Hann virkar þannig að hann sendir pínkulitlar hljóðbylgjur frá sér og mælir svo hversu lengi hljóðbylgjurnar eru að skoppa á einhverju og koma til baka. 
í götin á
festingunniÞetta er festing sem við notum til þess að festa ultrasonic skynjarann við grunnplötuna okkar.
.

Núna ert þú búinn að setja saman vélmund, næst er að tengja alla víra, en hægt er að finna það í tengingarleiðbeiningunum.