Vélmundur er fyrsta varan okkar. Hann er sjálfvirkt vélmenni sem skynjar umhverfi sitt og tekur ákvarðanir útfrá því.
Þetta þýðir að Vélmundur getur keyrt um án þess að klessa á neitt.
Partarnir fyrir Vélmund koma allir í litlum kassa, laseskorinn á Íslandi útfrá okkar eigin hönnun.
Kassinn er gerður úr MDF og getur verið endurnýttur sem flokkunarbox
Vélmundur notar úthljóðsskynjara (ultrasonic sensor) til þess að skynja umhverfi sitt. Arduino Uno örtölva notar síðan gögnin sem skynjarinn gefur til þess að stýra mótorstýringu miðað við þær upplýsingar. Mótorstýringin sér síðan um að senda rétt afl í mótorana sem sjá um að hreyfa Vélmund.
Við settum mikla vinnu í leiðbeiningarnar okkar, þar sem hægt er að finna útskýringar um hvernig á að setja saman, tengja og forrita Vélmund í einföldum skrefum.
Við viljum að allir geti samett Vélmund með sínu móðurmáli svo við vinnum hart að því að þýða leiðbeiningarnar okkar á mismunandi tungumál. Eins og er höfum við þýtt þær á 5 mismunandi tungumál
Þú getur fundið leiðbeiningarnar með því að smella hér.
Það er mjög einfalt að forrita Vélmund, það þarf ekki einu sinni að skrifa eina línu af kóða.
Með forriti sem heitir mBlock, er hægt að draga saman kubba til þess að forrita Vélmund, allt mjög einfalt!
Eins og stendur tökum við pöntunum í gegnum Facebook og Instagram skilaboð. Greitt er í gegnum millifærslu á reikning sem er gefinn upp við pöntun.
Hægt er að fá sent út á land með póstkröfu. Þá má gera ráð fyrir að verð hækki um tæpar 1500kr. vegna póstgjalda.
101 Reykjavík, Ísland
roboxisland@gmail.com
843-9860